Úr loftslagsbókhaldi
Kolefnisspor
CO2-ígilda
Hlutfall hreinorkubíla
af bílaflota
Samdráttur í losun
vegna flugferða
Samdráttur í losun vegna raforkuvinnslu
jarðvarmastöðva
Hvernig náum við kolefnishlutleysi?

Aðgerðaáætlun
Með því að fyrirbyggja losun, draga úr þeirri losun sem ekki er hægt að fyrirbyggja og binda á móti rest verður kolefnissporið okkar núll árið 2025.

Innra kolefnisverð
Með því að líta á losun sem kostnað sköpum við hvata til að setja í forgang umhverfisvænni lausnir í fjárfestingum og ákvörðunum í rekstri.

Loftslagsbókhald
Við höfum kortlagt kolefnissporið okkar í rúman áratug, til viðbótar öðrum umhverfisrannsóknum. Kortlagningin nýtist við að ná settum losunarmarkmiðum.

Ört vaxandi gagnaversiðnaður
Gagnaversiðnaðurinn er sá orkuháði iðnaður sem vex einna örast í heiminum, þar sem aðgangur að reikniafli ofurtölva er lykilforsenda rannsókna og nýsköpunar. Sala Landsvirkjunar til gagnaversviðskiptavina jókst um 50% á milli áranna 2018 og 2019, eða úr u.þ.b. 350 GWst í um 520 GWst.

Stöðug vinnsla
Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum í 18 aflstöðvum og tveim vindmyllum víðs vegar um landið. Á árinu áttu fjórar aflstöðvar starfsafmæli. Hver og ein þeirra endurspeglar mikilvæga áfanga í sögu orkuvinnslu á Íslandi með auknu framboði á raforku og hitaveitu fyrir heimili og til iðnaðarnota.
Nánar um orkuvinnslu

Samskipti við nærsamfélög
Þeistareykjavirkjun hlaut árið 2019 gullverðlaun Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA). Í úrskurði dómnefndar segir að verkefnið hafi einkennst af framúrskarandi samskiptum við hagsmunaaðila á undirbúnings- og framkvæmdastigi. Það er okkur mikill heiður að stefna okkar um góð samskipti og sjálfbæra starfsemi skuli vekja athygli á alþjóðavettvangi.
Nánar um Global Excellence Award