Endurnýjanleg orka í sjálfbærum heimi

Section
Segment

Ásættanleg afkoma við krefjandi ytri aðstæður

Reksturinn litaðist af erfiðum ytri aðstæðum á árinu 2019, lágu afurðaverði stórra viðskiptavina og rekstrartruflunum. Áfram gekk þó vel að lækka nettó skuldir og matsfyrirtæki hækkuðu einkunnir Landsvirkjunar á árínu.

Nánar um ársreikning 2019

Segment

Rekstrartekjur

USD 510m -5%

Ebitda

USD 375m -4%

Handbært fé frá rekstri

USD 296m 0%

Selt magn

TWst 14,0 -5%

Frjálst sjóðstreymi

USD 275m 1%

Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði

USD 173m -6%

Nettó skuldir

USD 1.691m -10%

Eiginfjárhlutfall

- 51,0% 2,4%
Segment

Ávörp forstjóra og stjórnarformanns

„Með hverri nýrri kynslóð sem svo tekur hér til starfa fleygir þessari þekkingu fram og svigrúm til framfara eykst.“

Hörður Arnarson, forstjóri

Ávarp forstjóra

Allt miðar þetta starf að því að ganga ekki á náttúruauðlindir á kostnað komandi kynslóða.

Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður

Ávarp stjórnarformanns

Segment
Section

Vegferð en ekki átak

Árangur Landsvirkjunar í jafnréttismálum endurspeglar vilja til að skapa vinnustað þar sem virðing fyrir fjölbreytileika liggur til grundvallar. Starf okkar í jafnréttismálum er ekki átak, heldur vegferð sem við erum öll þátttakendur í. Árið 2019 hlaut Landsvirkjun Hvatningarverðlaun jafnréttismála.

Nánar um aðgerðir okkar í jafnréttismálum

Segment

Úr loftslagsbókhaldi

Segment
Segment

Kolefnisspor
CO2-ígilda

g/kWst 1.6

Hlutfall hreinorkubíla
af bílaflota

31%

Samdráttur í losun
vegna flugferða

23%

Samdráttur í losun vegna raforkuvinnslu
jarðvarmastöðva

21%

Nánar um loftslagsbókhald

Segment
Section

Hvernig náum við kolefnishlutleysi?

Aðgerðaáætlun

Með því að fyrirbyggja losun, draga úr þeirri losun sem ekki er hægt að fyrirbyggja og binda á móti rest verður kolefnissporið okkar núll árið 2025.

Nánar um aðgerðaráætlunina

Innra kolefnisverð

Með því að líta á losun sem kostnað sköpum við hvata til að setja í forgang umhverfisvænni lausnir í fjárfestingum og ákvörðunum í rekstri.

Nánar um innra kolefnisverð

Loftslagsbókhald

Við höfum kortlagt kolefnissporið okkar í rúman áratug, til viðbótar öðrum umhverfisrannsóknum. Kortlagningin nýtist við að ná settum losunarmarkmiðum.

Nánar um loftslagsbókhaldið

Segment
Section

Ört vaxandi gagnaversiðnaður

Gagnaversiðnaðurinn er sá orkuháði iðnaður sem vex einna örast í heiminum, þar sem aðgangur að reikniafli ofurtölva er lykilforsenda rannsókna og nýsköpunar. Sala Landsvirkjunar til gagnaversviðskiptavina jókst um 50% á milli áranna 2018 og 2019, eða úr u.þ.b. 350 GWst í um 520 GWst.

Nánar um ný viðskiptatækifæri

Stöðug vinnsla

Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum í 18 aflstöðvum og tveim vindmyllum víðs vegar um landið. Á árinu áttu fjórar aflstöðvar starfsafmæli. Hver og ein þeirra endurspeglar mikilvæga áfanga í sögu orkuvinnslu á Íslandi með auknu framboði á raforku og hitaveitu fyrir heimili og til iðnaðarnota.

Nánar um orkuvinnslu

Samskipti við nærsamfélög

Þeistareykjavirkjun hlaut árið 2019 gullverðlaun Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA). Í úrskurði dómnefndar segir að verkefnið hafi einkennst af framúrskarandi samskiptum við hagsmunaaðila á undirbúnings- og framkvæmdastigi. Það er okkur mikill heiður að stefna okkar um góð samskipti og sjálfbæra starfsemi skuli vekja athygli á alþjóðavettvangi.

Nánar um Global Excellence Award

Section