Section
Segment

Ásættanleg afkoma við krefjandi ytri aðstæður

Árið einkenndist af erfiðum ytri aðstæðum, þar sem afurðaverð stórra viðskiptavina hefur verið lágt og þróun álverðs hefur haft neikvæð áhrif á tekjur. Þrátt fyrir þetta hélt efnahagur fyrirtækisins áfram að styrkjast á árinu og tilkynnti Moody's í nóvember hækkun lánshæfiseinkunnar fyrirtækisins.

Section
Segment

Rekstraryfirlit 2019

Rekstrartekjur samstæðunnar lækkuðu um 24 m.USD milli ára en stafar sú lækkun aðallega af lágu álverði og veiku gengi krónunnar. Einnig hefur dregið lítillega úr eftirspurn eftir raforku meðal annars vegna lágra afurðaverða stórra viðskiptavina á árinu. Tekjur Landsvirkjunar á árinu eru þær næst hæstu í sögu fyrirtækisins. 

Section
Segment
Segment

Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir, EBITDA, nam 375 m.USD árið 2019. Samdráttur í EBITDA milli ára endurspeglar tekjuþróun milli ára en þess má geta að rekstrargjöld í íslenskum krónum mynda náttúrulega vörn á móti rekstrartekjum á heildsölumarkaði. Rekstrargjöld dragast einnig saman milli ára og eru sambærileg og þau voru árið 2017.

Section
Segment
Segment

Grunnrekstur heldur áfram að vera sterkur, eins og sést þegar rýnt er í þróun hagnaðar fyrir óinnleysta fjármagnsliði, og endurspeglar trausta efnahagsstöðu Landsvirkjunar. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði lækkar um 11 m.USD milli ára, en árið 2018 var hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði meiri en nokkru sinni fyrr í sögu Landsvirkjunar.

Section
Segment
Section
Segment

Horfur í rekstri

Rekstrarárið 2019 litaðist af krefjandi ytri aðstæðum, þar sem afurðaverð stórra viðskiptavina var lágt og þróun álverðs og gengis krónunnar hafði neikvæð áhrif á tekjur. Landsvirkjun hefur þó sýnt að hún er vel í stakk búin að takast á við þessar aðstæður og mun halda áfram að leggja áherslu á að styrkja efnahagsstöðu fyrirtækisins og lágmarka rekstraráhættu.

Section
Segment

Fylgiskjöl

Hér má sækja ársreikning 2019 á rafrænu formi. Skjölin innhalda annars vegar ársreikninginn í heild sinni í PDF-skjali og hins vegar helstu stærðir í Excel-skjali