Section
Segment
Sjóðstreymisyfirlit
Afkoma grunnrekstrar var sterk á árinu, þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi, og dró talsvert úr fjárfestingum milli ára. Minnkandi fjármagnsþörf var sinnt án frekari lántöku.
Segment
Section
Segment
Umfangsmiklu framkvæmdatímabili er nú lokið, en fjárfest var fyrir 82 m.USD á árinu sem er USD 68 m.USD lægra en árið 2018. Fjármunamyndun fyrirtækisins (handbært fé frá rekstri) var um 296 m.USD á árinu.
Segment
Fjárfestingarhreyfingar fyrirtækisins námu 82 m.USD, en einungis 21 m.USD var vegna viðhaldsfjárfestinga tengdra aflstöðvum og flutningsmannvirkjum fyrirtækisins. Frjálst sjóðstreymi nam því 275 m.USD. Frjálst sjóðstreymi getur fyrirtækið til dæmis notað til að fara í nýjar fjárfestingar, borga niður skuldir eða greiða eigendum arð.
Section
Segment
Fylgiskjöl
Hér má sækja ársreikning 2019 á rafrænu formi. Skjölin innhalda annars vegar ársreikninginn í heild sinni í PDF-skjali og hins vegar helstu stærðir í Excel-skjali