Segment

Jafnrétti er eitt af þeim Heimsmarkmiðum (HM) Sameinuðu þjóðanna sem Landsvirkjun leggur áherslu á í starfsemi sinni. Við vinnum eftir þriggja ára aðgerðaáætlun og höfum náð miklum árangri á síðustu árum.

Section
Segment

Menning endurspegli jafnrétti

Jafnréttismál hafa verið í forgangi hjá Landsvirkjun undanfarin ár með markvissri vinnu á öllum sviðum fyrirtækisins.

Þar höfum við búið vel að öflugri grasrót sem færði fókusinn á jafnrétti sem lifandi afl í vinnumenningu okkar, í stað þess að einblína á jafnrétti út frá launum og stjórnendastöðum.

Við höfum unnið eftir þriggja ára aðgerðaáætlun í jafnréttismálum sem nær til ársins 2021, en áætlunin er unnin upp úr greiningu og hugmyndavinnu starfsfólks fyrirtækisins. Alls er unnið að 17 umbótaverkefnum sem munu færa okkur nær settum markmiðum.

Segment

Landsvirkjun hlaut gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC í fimmta sinn árið 2019. Heildarlaun kvenna voru 1,2% hærri en heildarlaun karla og er munurinn innan viðmiðunarmarka PwC

Segment

Árið 2019 voru haldnar vinnustofur með starfsfólki fyrirtækisins um allt land, þar sem vinnustaðamenningin okkar var rædd. Starfsfólkið deildi sýn sinni á vinnustaðinn og í kjölfarið voru sett niður níu markmið um bætta vinnumenningu. Markmiðin snúa ekki eingöngu að jafnrétti heldur einnig að framþróun Landsvirkjunar sem vinnustaðar, öllum kynjum til hagsbóta.

Aðgerðaáætlun okkar í jafnréttismálum, umbótaverkefni og framþróun vinnustaðarins endurspegla vilja okkar til að skapa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika liggja til grundvallar. Starf okkar í jafnréttismálum er ekki átak heldur vegferð, sem við tökum öll þátt í.

Segment
Landsvirkjun hlaut Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2019. Á myndinni sjást frá vinstri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Hörður Arnarson forstjóri, Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður á starfsmannasviði, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, við afhendinguna. Að Hvatningarverðlaunum jafnréttismála standa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Háskóli Íslands, Samtök atvinnulífsins og UN Women á Íslandi.
Section
Segment

Sjálfbær þróun

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun eru metnaðarfull viðmið sem voru samþykkt af ríkjum heims árið 2015. Um er að ræða 17 markmið sem sett voru í þágu jarðar og heimsbyggðar í átt að sjálfbærari heimi. Hvernig markmiðin verða uppfyllt er í höndum ríkja heims og þar er mikilvægt að fyrirtæki láti til sín taka.

Section
Segment

Heimsmarkmiðin í daglegum störfum

Í byrjun árs 2017 var ákveðið að Landsvirkjun legði í starfsemi sinni áherslu á þrjú af heimsmarkmiðum (HM) Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra orku: HM 13 um aðgerðir í loftslagsmálum, HM 7 um sjálfbæra orku og HM 5 um jafnrétti. Síðan þá hefur verið unnið mikilvægt starf við að fella markmiðin inn í stefnumótun fyrirtækisins.

Segment
Alls hafa verið haldnar 11 vinnustofur með starfsfólkinu okkar um innleiðingu heimsmarkmiðanna. 
Segment

Árið 2019 var tekið skref í átt að frekari innleiðingu allra heimsmarkmiðanna, til viðbótar við áherslumarkmiðin þrjú, í alla starfsemi Landsvirkjunar. Á árinu voru haldnar átta vinnustofur þar sem starfsfólk hvaðanæva af úr fyrirtækinu tók þátt í að tengja heimsmarkmiðin við dagleg störf sín til að auka sjálfbærni innan tiltekinna verkefna. Starfsfólk skoðaði einnig, út frá heimsmarkmiðunum, starfsemi fyrirtækisins í heild og lagði mat á forgangsröðun verkefna.

Þrjár vinnustofur til viðbótar voru haldnar í janúar 2020 og hefur innleiðingin því náð til allra starfssvæða og fjölbreyttra fagsviða fyrirtækisins. Niðurstöður vinnustofanna munu nýtast í að ákvarða áherslur Landsvirkjunar hvað heimsmarkmiðin varðar, auk þess að nýtast í breiðari stefnumótun um sjálfbærni fyrirtækisins á árinu 2020.

Section
Segment

Áherslumarkmið Landsvirkjunar

HM 5 – Jafnrétti

Heimsmarkmið SÞ númer 5 fjallar um að tryggja jafnrétti kynjanna. Landsvirkjun vinnur eftir þriggja ára aðgerðaáætlun sem styður við markmið Landsvirkjunar í jafnréttismálum. Áætlunin var tekin í notkun árið 2017 og inniheldur 17 umbótaverkefni. Árið 2019 hlaut Landsvirkjun Hvatningarverðlaun jafnréttismála.

Lesa má nánar um árangur í jafnréttismálum hér

HM 7 – Sjálfbær orka

Heimsmarkmið SÞ númer 7 fjallar um að tryggja mannkyni aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði eigi síðar en árið 2030. Landsvirkjun vinnur að fjölmörgum verkefnum sem styðja við þennan málaflokk á sviði nýsköpunar og tækniþróunar. Landsvirkjun var einnig fyrsta íslenska fyrirtækið til að gefa út græn skuldabréf til að veita fjármagni til verkefna sem stuðla að sjálfbærri, ábyrgri og skilvirkri nýtingu náttúruauðlinda á Íslandi.

Landsvirkjun styður einnig við fjölbreytt fyrirtæki, félagasamtök og sjálfstæð verkefni sem stuðla að þróun sjálfbærrar orkunýtingar.

Nánar má lesa um sjálfbæra orku hér

HM 13 – Loftslagsmál

Heimsmarkmið SÞ númer 13 leggur áherslu á mikilvægi þess að grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Árið 2019 kynnti Landsvirkjun víðtæka aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og ætlar fyrirtækið sér að verða kolefnishlutlaust árið 2025.

Nánar má lesa um hvernig við verðum kolefnishlutlaus hér

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin eru 17 talsins með 169 undirmarkmið.