Section
Section
Segment

Landsvirkjun hefur mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu. Þess vegna er brýnt að fyrirtækið hafi skilning á sjónarmiðum og hagsmunum þeirra sem starfsemi okkar hefur áhrif á og skapi þar með stuðning og samstöðu með opnum samskiptum.

Segment

Stefna okkar er að skapa stuðning og samstöðu með opnum samskiptum við hagsmunaaðila.

Section
Segment

Global Project Excellence Award

Þeistareykjavirkjun, jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar á Norðausturlandi, hlaut á árinu gullverðlaun Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA), eða Global Project Excellence Award.

Í úrskurði dómnefndar segir að verkefnið hafi einkennst af framúrskarandi samskiptum við hagsmunaaðila á undirbúnings- og framkvæmdastigi og samhentum verkefnishópi sem lagði áherslu á öryggis- og umhverfismál. Það er Landsvirkjun mikill heiður að stefna okkar um góð samskipti og sjálfbæra starfsemi í sátt við umhverfi og samfélag skuli vekja athygli á alþjóðvettvangi.

Nánar um verðlaunin

Section
Segment

Fundir og viðburðir á árinu

Landsvirkjun stendur árlega fyrir opnum fundum um starfsemi fyrirtækisins, ásamt því að taka þátt í öðrum viðburðum. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og kalla á opin samskipti við hagsmunaaðila um allt land.

Segment

Í landi endurnýjanlegrar orku

Segment

Ársfundur Landsvirkjunar var haldinn 28. febrúar 2019 undir yfirskriftinni Í landi endurnýjanlegrar orku.

Ávörp héldu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hörður Arnarson kynnti afkomu félagsins og Ragna Árnadóttir, þáverandi aðstoðarforstjóri, fjallaði um tengsl orkumála og loftslagsmála.

Þá tóku til máls Björk Guðmundsdóttir verkefnisstjóri, Stefán Kári Sveinbjörnsson, verkefnisstjóri, Ólöf Rós Káradóttir verkefnisstjóri, Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, og Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs, og fjölluðu þau um fjölbreyttar áskoranir og tækifæri sem birtast með aukinni áherslu á loftslagsmál. Fundarstjóri var Gerður Björk Kjærnested, verkefnisstjóri.

Í landi endurnýjanlegrar orku – Ársfundur Landsvirkjunar

Segment

Orkumarkaðir í mótun: Opin fundaröð

Segment

Orkumarkaðir í mótun: Verðmætasköpun og þjóðarhagur

  • landsvirkjun15012019dagny800600.jpg
  • landsvirkjun15012019panell800600.jpg
  • landsvirkjun15012019valur800600.jpg
  • landsvirkjun15012019signy800600.jpg
Segment

Þriðji fundur af fjórum í opinni fundaröð undir yfirskriftinni Orkumarkaðir í mótun var haldinn um miðjan janúar 2019.

Á fundinum kynntu hagfræðingarnir Gunnar Haraldsson hjá Intellecon og Magnús Árni Skúlason hjá Reykjavík Economics nýja skýrslu sína, Orkuauðlindir Íslendinga og hagsæld til framtíðar, en einnig fóru Dagný Ósk Ragnarsdóttir og Valur Ægisson frá viðskiptagreiningu Landsvirkjunar yfir alþjóðlega samkeppni íslensks raforkuiðnaðar og ný tækifæri á stórnotendamarkaði.

Upptaka frá fundinum

Aðrir fundir í fundaröðinni

Segment

Kolefnishlutleysi 2025

  • landsvirkjunnauthol04122019b.jpg
  • landsvirkjun_nauthol_04122019-22II.jpg
Segment

Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri opnaði fundinn og fjallaði um þá áskorun sem mannkynið stæði frammi fyrir, loftslagsvandann, sem væri raunverulegur og alvarlegur.

Segment

Í desember kynnti Landsvirkjun aðgerðaáætlun sína í loftslagsmálum við húsfylli á Nauthóli. Fjallað var um markmið Landsvirkjunar um að verða kolefnishlutlaus 2025 og um loftslagsmál í víðara samhengi.

Framsögur höfðu Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri, Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Jóna Bjarnadóttir, forstöðumaður umhverfis og auðlinda hjá Landsvirkjun, Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, sérfræðingur í umhverfisstjórnun hjá Landsvirkjun, Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallups, og Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs.

Upptaka frá fundinum

Section
Segment

Samskipti við nærsamfélög aflstöðva

Árlega er gerð samskiptaáætlun fyrir hvert starfssvæði fyrir sig þar sem fram kemur hvenær ráðgert er að hitta viðkomandi hagaðila. Þetta er gert til að tryggja reglubundin samskipti og koma í veg fyrir að atvik eigi sér stað sem hægt væri að koma í veg fyrir með virkri upplýsingagjöf og samskiptum. Virk samskipti eiga sér einnig stað á vegum sjálfbærniverkefnanna á Austurlandi og Norðausturlandi, auk reglulegra opinna funda og viðburða á vegum Landsvirkjunar. 

Sjálfbærniverkefni Austurlands

Opinn ársfundur Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi var haldinn í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði 30. apríl 2019 undir yfirskriftinni „Það veltur allt á gróðrinum“. Á fundinum, sem var vel sóttur, var fjallað um gróðurvöktun á áhrifasvæðum virkjunar og álvers Alcoa Fjarðaáls. Einnig var fjallað um grunnauðlindirnar gróður og jarðveg.

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var komið á fyrir tólf árum til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi.

Vefsvæði Sjálfbærniverkefnis Austurlands

Sjálfbærniverkefni Norðausturlands

Opinn ársfundur Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi var haldinn 21. maí 2019 á Fosshótel Húsavík. Ragna Árnadóttir, þáverandi aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, ávarpaði fundinn og opnaði enska útgáfu af heimasíðu verkefnisins, gaumur.is. Sigurjón Jónsson jarðeðlisfræðingur fræddi fundargesti um jarðskjálftavirkni á Norðausturlandi og Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, flutti fróðlegt erindi um möguleg viðbrögð við stórum jarðskjálfta.

Verkefnið rekur sögu sína aftur til ársins 2008 og er unnið í samstarfi við nærsamfélag og hagsmunaaðila. Markmiðið er að styðja við sjálfbæra þróun og taka tillit til umhverfis-, efnahags- og félagslegra þátta við framkvæmdir í Þingeyjarsýslum.

Vefsvæði Sjálfbærniverkefnis Norðausturlands

Section
Segment

Orku- og ferðamál

Gestastofur Landsvirkjunar eru tvær, í Kröflu og í Ljósafossi. Í gestastofunni í Kröflu er lögð áhersla á jarðvarmann, sögu og nýtingu, auk tækifæra sem tengjast honum. Í Ljósafossi er gagnvirk orkusýning með fjölbreyttum og fræðandi sýningaratriðum þar sem gestir geta leyst orku úr læðingi með því að nota eigin þyngd, styrk og afl. Um leið kynnast gestir því hvernig Landsvirkjun vinnur allt sitt rafmagn úr vatni, jarðvarma og vindi. Einnig hefur verið veitt leiðsögn um Kárahnjúkastíflu.

Landsvirkjun á góða samleið með ferðaþjónustu enda er ímynd Íslands samofin orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum. Í sumar, eins og fyrri ár, opnaði Landsvirkjun aflstöðvar sínar fyrir gestum sem vildu kynna sér starfsemi fyrirtækisins.

Ríflega 17 þúsund manns lögðu leið sína í gestastofuna við Kröflu og rúmlega 12 þúsund manns heimsóttu Orku til framtíðar í Ljósafossi.

Við Þeistareykjastöð er í vinnslu listaverk, Römmuð sýn, eftir Jón Grétar Ólafsson arkitekt. Verkið mótar Ísland úr norðlensku stuðlabergi og er umlukið óreglulegum hraunhellum sem mynda tengingu við jarðhitasvæði og náttúru Þeistareykja. Römmuð sýn verður áhugaverð viðbót við áningarstaði ferðamanna sem eiga leið um svæðið.

Ásynd og landmótun

Til að stuðla að jákvæðri upplifun þeirra sem eiga leið um starfssvæði Landsvirkjunar höfum við lagt mikið upp úr því að skapa sem best heildarjafnvægi milli útlits mannvirkja, landmótunar og náttúrulegs umhverfis, í sátt við hagsmunaaðila og nærsamfélag, til að stuðla enn frekar að jákvæðri upplifun þeirra sem eiga leið um starfssvæði fyrirtækisins.

Section
Segment

Kynntu þér Landsvirkjun á vefnum

Fyrirtækið heldur úti mikilvægri upplýsingamiðlun á vef fyrirtækisins, bæði á íslensku og ensku, en á árinu 2019 heimsóttu um 55 þúsund notendur vef fyrirtækisins. Fylgjendur á Facebook-síðu fyrirtækisins voru 4.689 talsins í árslok. Fyrirtækið er einnig á Twitter og Instagram.

Markmið okkar er að auka aðgengi almennings að árlegu uppgjöri fyrirtækisins og stuðla að virkri upplýsingagjöf um starfsemi þess. Á árinu 2019 heimsóttu tæplega 2.400 lesendur sameinaða árs- og umhverfisskýrslu og voru síðuflettingar tæplega 9.000 talsins.

Ársskýrslan okkar er aðgengileg öllum áhugasömum, sem einnig geta kynnt sér fyrirtækið á Landsvirkjun.is, á Facebook-síðunni okkar, Twitter og Instagram.