Section
Segment

Landsvirkjun vill skapa sameiginlegt virði fyrir samfélag og atvinnulíf með því að deila þekkingu, stuðla að nýsköpun og styðja við þróun verkefna með tengingu við endurnýjanlega orkugjafa.

Section
Segment

Helstu verkefni ársins 2019

Á hverju ári er Landsvirkjun beinn eða óbeinn þátttakandi í fjölbreyttum verkefnum í samvinnu við háskóla, rannsóknastofnanir, ungmennastarf, félagasamtök og sjálfstæða sérfræðinga. Markmiðið er að láta gott af sér leiða með stuðningi við öflug og áhugaverð verk. Hér að neðan er umfjöllun um helstu samstarfs- og stuðningsverkefni ársins 2019.

Section
Segment

Orkurannsóknarsjóður Landsvirkjunar

Alls styrkti Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar 32 verkefni árið 2019. Styrkir ársins námu 58 milljónum króna. Verkefnin voru fjölbreytt, flest á sviði náttúru- og umhverfisrannsókna, og á sviði vistvænna orkugjafa í samgöngum og iðnaði.

Lista um verkefnin má finna á vefsíðu Landsvirkjunar

Section
Segment

Samstarf við HR um sjálfbærnisetur

Segment
Landsvirkjun og Háskólinn í Reykjavík (HR) hafa endurnýjað samstarfssamning um að efla menntun og rannsóknir á nýtingu endurnýjanlegrar raforku og áhrifum hennar á umhverfi og samfélag. Samningurinn felur m.a. í sér stofnun nýs sjálfbærniseturs HR. Á myndinni eru Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og Ágúst Valfells, forseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík.
Section
Segment

Snjallræði – samfélagshraðall

Landsvirkjun er styrktaraðili Snjallræðis – íslenska viðskiptahraðalsins fyrir samfélagslega nýsköpun. Þetta var í annað sinn sem hraðallinn var haldinn og voru alls átta teymi valin til þátttöku. Í hraðlinum fengu teymin stuðning við að þróa áfram hugmyndir á borð við lyfjaframleiðslu fyrir börn í Malaví, kortlagningarkerfi fyrir plokkara og umhverfisvæna þjónustu vegna andláta.

Nánar um Snjallræði

Section
Segment

JA Iceland – Ungir frumkvöðlar

Í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla stofna og reka nemendur á framhaldsskólastigi eigið fyrirtæki auk þess að vinna að viðskiptahugmynd sem miðar að því að efla skilning þeirra á fyrirtækjarekstri. Landsvirkjun er einn af bakhjörlum Fyrirtækjasmiðjunnar og liðsinnir starfsfólk okkar nemendahópum á meðan á henni stendur. Hátt í 600 nemendur tóku þátt árið 2019 og bar verkefnið Ró-box úr Tækniskólanum sigur úr býtum.

Nánar um unga frumkvöðla

Section
Segment

Sumarskóli EIMS 2019

Landsvirkjun er einn fjölmargra samstarfsaðila að verkefninu EIMUR, sem snýr að bættri nýtingu orkuauðlinda og aukinni nýsköpun í orkumálum á Norðurlandi eystra. Sumarskóli EIMS var haldinn annað árið í röð og tóku 29 nemendur á meistarastigi í iðn- og vöruhönnun frá Stuttgart Media University og Listaháskóla Íslands þátt.

Nemendur unnu að nýjum leiðum til að nýta auðlindir svæðisins með sjálfbærum hætti og kynntu verkefni sín fyrir dómnefnd. Að þessu sinni þótti verkefnið MAGMA – Museum About Geothermal Magma Activities standa upp úr. Verkefnið gekk út á að auka fræðslu og afþreyingu á jarðhitasvæðinu í nágrenni Kröflu.

Nánar um EIM

Segment

Living on a Volcano

Segment
Segment

Landsvirkjun og Myvatn Volcano Park (MPV) undirrituðu samstarfssamning um tilraunaverkefni í orkutengdri ferðaþjónustu. MPV hyggst skipuleggja ferðir undir nafninu Living on a Volcano og fær til þess aðgengi að vinnslusvæði Landsvirkjunar við Kröflu og Bjarnarflag. Í ferðunum læra gestir um fjölnýtingu eldfjalla á Íslandi, jarðhitann og hið þversagnakennda sambýli mannsins við eldfjallið.

Section
Segment

Grænvangur – samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir

Markmið vettvangsins er að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins á því sviði. Enn fremur að stjórnvöld og atvinnulíf vinni í sameiningu að metnaðarfullum aðgerðum í loftslagsmálum í samræmi við markmið stjórnvalda, þar með talið kolefnishlutleysi árið 2040. Landsvirkjun er einn af stofnaðilum vettvangsins.

Section
Segment

Orkugjafi fyrir Borgarlínu

Landsvirkjun, Strætó bs., Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin hafa efnt til samstarfs um greiningu á hentugasta orkugjafanum fyrir nýja samgönguæð á höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínu. Greiningin felur m.a. í sér skoðun á orku- og fjárfestingarkostnaði, staðsetningu áfyllingarstöðva, rekstraröryggi, losun gróðurhúsalofttegunda, loft- og hljóðmengun og skipulagsmálum.

Segment

Úthlutun úr Samfélagssjóði

Tíu milljónum var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar til góðra verkefna um land allt árið 2019. Verkefnin eru af margvíslegum toga en eiga það öll sameiginlegt að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Meðal þeirra sem hlutu styrk voru Rauði krossinn, Samhjálp, rannsóknir á smádýralífi í Laxá og Smábæjarleikar UMF Hvatar á Blönduósi.

Lista yfir allar styrkveitingar má nálgast á heimasíðu Landsvirkjunar

Segment

Hvað höfum við gert?

Á árinu styrkti Landsvirkjun gerð íslenskrar heimildarþáttaraðar í tíu hlutum sem ber heitið Hvað höfum við gert? Í þáttunum var fjallað um áhrif og afleiðingar neysluhyggju og loftslagsbreytinga á lífríki og samfélög um allan heim og þau tækifæri sem mannkynið hefur til að snúa við blaðinu. Þáttaröðin var framleidd af Sagafilm og hlaut fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins árið 2019.