Segment

Landsvirkjun vinnur allt sitt rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Slík vinnsla hefur hverfandi losun kolefnis í för með sér og er því mikilvægt framlag í baráttunni við loftslagsvandann. Við viljum þó ganga lengra og höfum gert aðgerðaáætlun um að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki árið 2025.

Section
Segment

Að þekkja kolefnissporið sitt

Aukin hlutdeild endurnýjanlegrar orku er lykilatriði í að minnka kolefnislosun á heimsvísu. Kolefnisspor raforkuvinnslu Landsvirkjunar er nú þegar með því minnsta sem þekkist í heiminum. Það breytir því þó ekki að sporið er til staðar og því er rúm til að bæta sig.

Segment

Meðalkolefnisspor raforkuvinnslu í heiminum er 476 g CO2-ígildi/kWst en kolefnisspor Landsvirkjunar er 1,6 g CO2-ígildi/kWst

Segment

Landsvirkjun hefur í yfir áratug kortlagt og skrásett kolefnisspor fyrirtækisins. Það þýðir að við vitum hvaðan stærstu losunarþættirnir koma, hvar við höfum tækifæri til að draga úr og hversu mikið við þurfum að binda í gróðri og jarðvegi. Slík þekking er forsenda þess að fyrirtæki geti gripið til aðgerða í starfsemi sinni.

Section
Segment

Svona verðum við kolefnishlutlaus árið 2025

Á árinu var kynnt aðgerðaáætlun Landsvirkjunar í loftslagsmálum sem nær til ársins 2030. Áætlunin er byggð á kortlagningu kolefnissporsins og inniheldur markvissar aðgerðir í átt að settu marki.

Megintæki okkar við ákvarðanatöku er innra kolefnisverð, sem nýtist okkur til að reikna kostnað vegna losunar inn í allar stærri fjárhagsákvarðanir og endurspeglar þannig raunkostnað fyrirtækisins við að ná markmiði sínu um kolefnishlutleysi árið 2025.

Nánar um innra kolefnisverð

Segment

Aðgerðaáætlunin kynnt

Landsvirkjun kynnti aðgerðaáætlun sína um kolefnishlutleysi 2025 á vel sóttum opnum fundi í Nauthól í Reykjavík. Á fundinum var einnig rætt um grænar lausnir, nauðsyn kolefnishlutleysis og viðhorf almennings til loftslagsmála.

Section
Segment

Þrískipt aðgerðaáætlun

Aðgerðaáætlun Landsvirkjunar um kolefnishlutleysi er þríþætt:

  1. Að fyrirbyggja nýja losun
  2. Að minnka núverandi losun
  3. Mótvægisaðgerðir
Segment

Að fyrirbyggja nýja losun

Á næstu árum og áratugum munum við huga að lágmörkun losunar í allri starfsemi fyrirtækisins.

Með því að fyrirbyggja losun þarf ekki að grípa til annarra aðgerða, sem annars hefði þurft að grípa til, sem mótvægi við losun. Aukin áhersla verður lögð á að lágmarka á kolefnisspor við hönnun og framkvæmdir. Telur þar mest val á jarðhitasvæðum og útfærsla lónstæða en losun frá jarðhitavinnslu og lónum eru stærstu losunarþættir í rekstri fyrirtækisins.

Segment
Kolefnisspor við framkvæmdir má minnka t.d með bættri hönnun nýframkvæmda, minni notkun á steypu og sementi, skipulagningu framkvæmdasvæða með tilliti til akstursferða til og frá verkstað og fræðslu fyrir verktaka um hvernig fyrirbyggja megi losun.

Stór hluti af þessu ferli er að leggja áherslu á kaup á umhverfisvottuðum vörum og þjónustu ásamt því að gera auknar kröfur til verktaka, t.d. hvað varðar val á vinnuvélum og lágmörkun á notkun jarðefnaeldsneytis.

Section
Segment

Að minnka núverandi losun

Í rúman áratug höfum við safnað upplýsingum um losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi okkar. Gögnin segja okkur hvar við getum dregið úr losun með sem hagkvæmustum hætti.

Áhersla verður lögð á að minnka sem mest losun frá jarðvarmavinnslu, en árið 2025 verður losun frá jarðvarmastöðvum okkar 60% minni en árið 2008, þó svo að ný jarðvarmavirkjun hafi verið byggð á Þeistareykjum á tímabilinu.

Segment

Dregið úr losun jarðvarmavinnslu

Í Kröflustöð er stefnt að því að dæla koltvíoxíðinu aftur ofan í jörðina eða nýta það til verðmætasköpunar. Árið 2025 verður losun frá jarðvarmastöðvum okkar 60% minni en árið 2008.

Við erum komin vel á veg með að skipta bifreiðum sem nota jarðefnaeldsneyti út fyrir rafbíla og bifreiðar sem nota annað eldsneyti. Áætlun okkar gerir ráð fyrir að árið 2030 muni hvorki bifreiðar né vinnuvélar á okkar vegum brenna jarðefnaeldsneyti. Losunin verði því engin vegna eldsneytislosunar. Einnig er til skoðunar að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í rafstöðvum og greina tæknilega möguleika til orkuskipta.

Segment

Árið 2030 munu hvorki bifreiðar né vinnuvélar á okkar vegum brenna jarðefnaeldsneyti.

Segment

Kolefnisspor vegna samgangna starfsfólks er lítill hluti af heildarlosun okkar. Við teljum þó mikilvægt að taka þátt í því verkefni samfélagsins sem snýr að orkuskiptum í samgöngum og breyttum ferðavenjum. Við munum því fækka flugferðum starfsfólks eins og hægt er og styðja fólkið okkar í að nýta umhverfisvænar leiðir til að ferðast til og frá vinnu.

Vinna við að ná losunarmarkmiðunum er þegar hafin og í sumum tilfellum vel á veg komin.

Nánari upplýsingar um losun og umhverfisáhrif má finna í loftslagsbókhaldinu okkar

Section
Segment

Mótvægisaðgerðir

Á undanförnum árum hefur áhersla aukist á þátt kolefnisbindingar við endurheimt landgæða. Þá bindingu ætlum við að auka verulega á næstu árum og stefnum að því að hún verði 60.000 tonn CO2 ígilda árið 2030. Því markmiði verður náð með auknum aðgerðum í landgræðslu, endurheimt votlendis og skógrækt.

Section
Segment

Bindum meira en við losum

Starfsemi okkar mun verða kolefnishlutlaus árið 2025. Við teljum hlutleysi hins vegar ekki nóg og munum þess vegna binda meira kolefni en við losum í starfsemi okkar. Árið 2030 verður binding umfram losun á við alla losun innanlandsflugs á Íslandi árið 2018. Minnkun losunar hjá Landsvirkjun mun alls nema um 3,6% af losunarskuldbindingum Íslands samkvæmt Parísarsáttmálanum.

Ítarlegri útlistun á aðgerðaáætlun Landsvirkjunar um kolefnishlutleysi

Section
Segment

Loftslagsbókhald

Hér má sækja loftslagsbókhald Landsvirkjunar 2019.

Loftslagsbókhald 2019.pdf
1,89 MB PDF File

Hér má sjá útgefnar eldri umhverfisskýrslur